Landsmót A- og B- sveita í Garðabæ 2016

Skólahljómsveit Árbæjar og Breiðholts tók þátt í landsmóti SÍSL sem haldið var í Garðabæ 29.apríl-1.maí 2016. Hljómsveitin sendi um 68 hljóðfæraleikara á mótið úr A- og B-sveitum. Einnig kom C-sveitin í heimsókn á kvöldvöku sem haldin var á laugardagskvöldinu og lék "Arabian Dances" fyrir tæplega 700 ungmenni sem komin voru saman á mótinu. Jón Jónsson og Friðrik Dór komu í heimsókn og diskótekið Dísa sá um að skemmta börnunum á laugardagskvöldinu. Einnig fengu allir að njóta hæflileika Jón Víðis töframanns sem hélt "töfrashow" fyrir alla. Mótið gekk mjög vel í alla staði. 

 

sisl-8671

Nótan 2016

notan3  
Skólahljómsveitin hlaut viðurkenningu fyrir framúrskarandi atriði á undankeppni Nótunnar 2016 sem haldin var í Salnum í Kópavogi laugardaginn 12. mars. Þetta gefur okkur rétt til þess að flytja atriðið okkar í Hörpu sunnuaginn 10. apríl á lokahátíð Nótunnar. C-sveitin lék Arabian Dances eftir Roland Barret. Þau voru í tilheyrandi búningum og stigu nokkur létt spor við lagið sem þau léku utanbókar. Við óskum þeim til hamingju með frábæran árangur.   

notan

notan2

Gleðilegt nýtt ár

Kennsla á nýju ári hefst mánudaginn 4. janúar 2016. Æfingar hefjast:

mánudaginn 4. janúar: B-sveit

miðvikudaginn 6. janúar: C-sveit

mánudaginn 11. janúar: A-sveit

Æfingar hjá sveitunum eru á eftirfarandi tímum:

A-sveit: mánudaga kl. 17.00-17.50 og 

fimmtudaga kl. 16.00-16.50

B-sveit: mánudaga og miðvikudaga kl. 16.00-16.50

C-sveit miðvikudaga kl. 17.00-18.30 og 

fimmtudaga kl. 17.00-18.00

fireworks 

 

Kennsla hefst eftir sumarfrí

Við vonum að allir séu búnir að hafa það gott í sumar. Búið er að vinna úr miklum fjölda umsókna fyrir skólaárið 2015-2016. Það er gríðarleg aðsókn í skólahljómsveitina í vetur og þess vegna sitja margir á biðlista og bíða eftir því að pláss losni. Kennsla hefst samkvæmt stundaská mánudaginn 24. ágúst en æfingar hjá skólahljómsveitinni byrja í fyrstu vikunni í september.