Snorri fer í árs leyfi og Ása Berglind tekur við

Núverandi stjórnandi Skólahljómsveitar Árbæjar og Breiðholts verður í leyfi frá störfum næsta vetur og við starfi hans tekur Ása Berglind Hjálmarsdóttir. Ása Berglind er uppalin í lúðrasveit þar sem hún lék á trompet og gerir enn, með Lúðrasveit Þorlákshafnar. Eftir burtfararpróf frá Tónlistarskóla Árnesinga fór hún í Listaháskóla Íslands þar sem hún lærði skapandi tónlistarmiðlun og svo síðar mastersnám í listkennslu við sama skóla. 
Ása kenndi við Tónlistarskóla Árnesinga í 10 ár, á málmblásturshljóðfær og tónfræðigreinar ásamt því að kenna tónmennt, samspil og stjórna kórum í Grunnskóla Þorlákshafnar. Undanfarin tvö ár starfaði hún sem markaðs- og verkefnastjóri í Gamla bíó ásamt því að sinna umboðsstörfum fyrir ýmsa tónlistarmenn og spila með hljómsveitinni Jónas Sig og Ritvélar framtíðarinnar.
Ása segir það mikinn heiður að fá að taka við keflinu af Snorra næsta vetur og ætlar gera sitt besta til að halda því jafn hátt og lofti og hann hefur gert. Það er henni mikið tilhlökkunarefni að mæta til starfa í haust, kynnast og vinna með bæði börnum og foreldrum sem og kennurum í Skólahljómsveit Árbæjar og Breiðholts
ása
   

 

 

Landsmót A- og B- sveita í Garðabæ 2016

Skólahljómsveit Árbæjar og Breiðholts tók þátt í landsmóti SÍSL sem haldið var í Garðabæ 29.apríl-1.maí 2016. Hljómsveitin sendi um 68 hljóðfæraleikara á mótið úr A- og B-sveitum. Einnig kom C-sveitin í heimsókn á kvöldvöku sem haldin var á laugardagskvöldinu og lék "Arabian Dances" fyrir tæplega 700 ungmenni sem komin voru saman á mótinu. Jón Jónsson og Friðrik Dór komu í heimsókn og diskótekið Dísa sá um að skemmta börnunum á laugardagskvöldinu. Einnig fengu allir að njóta hæflileika Jón Víðis töframanns sem hélt "töfrashow" fyrir alla. Mótið gekk mjög vel í alla staði. 

 

sisl-8671

Nótan 2016

notan3  
Skólahljómsveitin hlaut viðurkenningu fyrir framúrskarandi atriði á undankeppni Nótunnar 2016 sem haldin var í Salnum í Kópavogi laugardaginn 12. mars. Þetta gefur okkur rétt til þess að flytja atriðið okkar í Hörpu sunnuaginn 10. apríl á lokahátíð Nótunnar. C-sveitin lék Arabian Dances eftir Roland Barret. Þau voru í tilheyrandi búningum og stigu nokkur létt spor við lagið sem þau léku utanbókar. Við óskum þeim til hamingju með frábæran árangur.   

notan

notan2

Gleðilegt nýtt ár

Kennsla á nýju ári hefst mánudaginn 4. janúar 2016. Æfingar hefjast:

mánudaginn 4. janúar: B-sveit

miðvikudaginn 6. janúar: C-sveit

mánudaginn 11. janúar: A-sveit

Æfingar hjá sveitunum eru á eftirfarandi tímum:

A-sveit: mánudaga kl. 17.00-17.50 og 

fimmtudaga kl. 16.00-16.50

B-sveit: mánudaga og miðvikudaga kl. 16.00-16.50

C-sveit miðvikudaga kl. 17.00-18.30 og 

fimmtudaga kl. 17.00-18.00

fireworks