Gunnar Kristmannsson
Gunnar Kristmannsson
Gunnar Kristmannsson hóf nám í klarínettleik í Tónlistarskólanum á Akranesi. Þaðan lá leiðin í Tónlistarskólann í Reykjavík þaðan sem hann útskrifaðist sem blásarakennari. Eftir það stundaði Gunnar nám í Söngskólanum í Reykjavík og lauk þaðan 8. stigi í einsöng og í kjölfarið tók við framhaldsnám á Spáni. Gunnar hefur starfað sem tónlistarkennari nær óslitið í 25 ár, hann hefur kennt við ýmsa tónlistarskóla, þ.á.m. Tónlistarskóla Kópavogs og Tónlistarskóla Garðabæjar. Hann gengdi stöðu skólastjóra Tónlistarskólans í Grindavík 2001 2008. Gunnar hefur kennt á klarínett og saxófón hjá SÁB síðan haustið 2008 |
![]() |