Upplýsingafundur fyrir foreldra

informationFimmtudaginn 29. ágúst næstkomandi kl. 17.00 verður haldinn upplýsingafundur fyrir foreldra í hátíðarsal Breiðholtsskóla. Á fundinum verður hljómsveitastarfið í vetur kynnt ásamt námskerfi skólahljómsveitarinnar. Til þess að hljómsveitin geti dafnað sem best er nauðsynlegt að hafa öflugt foreldrafélag og farið verður yfir starfsemi félagsins á fundinum. Það er margt sem þarf að miðla og því er mikilvægt að þið sjáið ykkur fært að mæta á fundinn.
Ég hlakka til að sjá ykkur.

Með von um góðar undirtektir, stjórnandi.