Hausttónleikar 2013

Hausttónleikar skólahljómsveitarinnar verða haldnir laugardaginn 23. nóvember kl.14.00 í Fella og Hólakirkju. Efnisskráin er ákaflega fjölbreytt þetta árið. Hún mun spanna allt frá Glaðasta hundi í heimi til Arabískra dansa. Fram koma A-, B-, og C-sveit hljómsveitarinnar sem hafa lagt þrotlausa vinnu í æfingar undanfarna mánuði. Aðgangur er ókeypis, en í lok tónleika mun foreldrafélagið sjá um kaffisölu til styrktar sveitunum.

Allir velkomnir.