Æfingabúðir B-sveit

 IMG 0090

 

 

B-sveitin fór í æfingabúðir að Þykkvabæ í Rangárþingi ytra dagana 8.-9. febrúar. Hópurinn tók strætó úr Mjóddinni að laugardagsmorgni og kom að Hellu kl. 11.30. Þorkell fararstjóri og Lilja ráðskona á Þykkvabæ sáu um að selflytja börnin frá Hellu að Þykkvabæ. Við æfðum bæði í smáum hópum á raddæfingum og í samæfingum nokkrum sinnum um helgina. Á milli æfinga notuðu börnin tækifærið og léku sér í fótbolta, handbolta, körfubolta, þythokkí, borðtennis, billiard og fimleikum. Við fengum leiðsögn um kartöfluverksmiðjuna í Þykkvabæ og að heimsókn lokinni fengu allir gefins snakkpoka. Ferðin var virkilega vel heppnuð. Myndir úr ferðinni má sjá hér.