Kirkjuhátíð í Seljakirkju

    Þann 3. apríl tók B-sveitin þátt í kirkjulistahátíð Árbæjar og Breiðholts og lék þrjú lög í Seljakirkju. Fram komu kórar úr kirkjunum, nemendur úr Tónskóla Eddu Borg og nemendur frá Tónskóla Sigursveins. B-sveitin stóð sig með stakri prýði og hlaut mikið lof fyrir sinn þátt í hátíðinni.