Skólaslit

Skólalit voru í haldin í hátíðarsal Breiðholtsskóla þann 27. maí. Á athöfninni fengu þeir nemendur sem höfðu tekið áfangapróf afhent blóm og prófskírteinið sitt. Nemendur sem þreyttu áfangapróf þetta skólaárið voru 8 talsins. Aðrir nemendur fengu afhent prófskírteinið sitt úr ársprófum. Kristján Karl opnaði athöfnina með baritonleik. Um miðbik athafnarinnar lék Sævar Breki á básúnu og Þórunn Eir útskriftarnemandi sá um lokaatriðið á horn.                       útskrift