Sinfónían og SÁB

      Þann 30. maí hélt Skólahljómsveit Árbæjar og Breiðholts sameiginlega tónleika með Sinfóníuhljómsveit Íslands. Sinfóníuhljómsveitin kom í Breiðholtsskóla kl. 9.00 og æfði með hljómsveitunum frá 9.30-10.10. Klukkan 10.30 voru haldnir tónleikar í íþróttasal Breiðholtsskóla fyrir alla nemendur skólans auk kennara og starfsfólks. Tónleikarnir hlutu mjög góðar viðtökur og þóttu takast mjög vel. Eftir tónleikana voru allir keyrðir með rútu upp í Fylkishöll þar sem blásið var til annarra tónleika fyrir 1.-4. bekk í Árbæjarskóla. Þetta er byrjun á samstarfi sem Sinfóníuhljómsveit Íslands mun eiga með Skólahljómsveitinni nú á árinu. Þann 19. september næstkomandi verður hljómsveitunum boðið í heimsókn í Eldborgarsal Hörpu þar sem þær meðal annars fá æfa með Sinfóníuhljómsveitinni. C-sveitin mun einnig taka þátt í jólatónleikum Sinfóníuhljómsveitarinnar í desember. 
SAB Sinfó