Æfingadagur á Árbæjarsafni

árbæjarsafn 2

Laugardaginn 4. október hélt a-sveitin æfingadag. Dagurinn var tekinn snemma og mætt upp í Árbæjarsafn kl. 10.00. Við byrjuðum daginn á upphitun með söng og dansi. Eftir upphitun var æft og farið í leiki til hádegis. Í hádeginu var nýnemum sem væntanlegir eru inn í a-sveit boðið í mat. Boðið var upp á hakk og spaghettí með hvítlauksbrauði. Eftir hádegismat var farið í leiki með nýnemunum og í lok dags léku allir saman Blokklingana. Dagurinn var vel heppnaður og allir fóru heim með bros á vör. 

Árbæjarsafn 1