Fyrsti tónfundur vetrarins

tónfundur 1

Laugardaginn 11. október var haldinn tónfundur í hátíðarsal Breiðholsskóla. Rúmlega tuttugu nemendur komu fram á tónfundinum og margir voru að koma fram opinberlega í fyrsta sinn. Stefán Arnar nemandi á slagverk braut blað í sögu hljómsveitarinnar og lék á xylófón sem allir slagverksnemendur í B-, og C-sveit eru farnir að læra á. Tónfundurinn þótti takast vel og áheyrendur fóru með bros á vör út í helgina. 

tónfundur 2