Verkfall

verkfall

Verkfall hefur staðið yfir frá miðvikudeginum 23. október. Þetta hefur gríðarleg áhrfi á starf Skólahljómsveitar Árbæjar og Breiðholts. Kennarar í FT (félagi tónlistarkennara) fella allir niður kennslu meðan á verkfalli stendur. Allar hljómveitaæfingar falla einnig niður meðan á verkfalli stendur. 

 

Stuðningsyfirlýsingu foreldra má lesa hér:

Ágæti borgarstjóri,

Foreldrar nemenda í Skólahljómsveit Árbæjar og Breiðholts lýsa yfir stuðningi við baráttu tónlistarkennara og á sama tíma yfir áhyggjum af afleiðingum verkfallsins sem nú stendur yfir. Skólahljómsveitin okkar hefur á síðasta skólaári upplifað mikla uppreisn þar sem nemendum fjölgar, færnin eykst og gleðin margfaldast. Hver hefði trúað því á aðeins rúmu ári að hægt væri að komast í úrslit í Nótunni, vera boðið í Ísland got talent og fá að koma fram á jólatónleikum Sinfóníuhljómsveitar Íslands í Hörpu. Búið er að lyfta grettistaki á örfáum mánuðum með frábærum nýjum stjórnanda og tónlistarkennurum, bæði þeim sem fyrir voru og nýjum kennurum.

En við stöndum á viðkvæmum stað í uppbyggingunni, í hverri einustu viku sem líður án kennslu og hljómsveitaræfinga verður tjón – að sjálfsögðu á færni nemenda en ekki síður á áhuga þeirra. Því skorum við á borgarstjórn og alla kjörna fulltrúa í borgarstjórn Reykjavíkur að þrýsta á ykkar fólk í samninganefndinni og klára málið!

Foreldrar nemenda í Skólahljómsveit Árbæjar og Breiðholts