Landsmót

Skólahljómsveitin tók þátt í landsmóti Skólahljómsveita fyrir c-sveitir sem haldið var í Reykjanesbæ dagana 23.-25. janúar 2015. Landsmótið var með nýju sniði þetta árið. Nemendum var skipt niður í hópa eftir hljóðfærum. Flautur voru saman í einum hóp og klarinett í öðrum hóp o.s.frv. Á milli æfinga tóku nemendur þátt í "workshopum" og sóttu fyrirlestra um ýmis efni. Landsmótið þótti takast afar vel til og nemendur okkar voru afskaplega ánægð eins og meðfylgjandi mynd gefur til kynna. 

mynd landsmot 2015