SÁB og Sinfó í Eldborg
Það var líf og fjör í Eldborgarsal Hörpu þegar Skólahljómsveit Árbæjar og Breiðholts lék með Sinfóníuhljómsveit Íslands.
Eldborgarsalurinn var þétt setinn börnum úr 2. og 3. bekk Breiðholtsskóla, Árbæjarskóla, Ártúnsskóla, Hólabrekkuskóla og Fellaskóla. A-, B- og C- sveitir skólahljómsveitar Árbæjar og Breiðholts léku með sinfóníunni en þær hafa verið að æfa með henni í vetur. Þetta var því stór dagur fyrir skólahljómsveitina og lokahnykkur á samstarfi hennar við sinfóníuna í vetur. Skólahljómsveitin mun halda áfram samstarfi við Sinfóníuhljómsveitina næsta vetur. Eftir tónleikana var börnunum boðið upp á ávexti og líflegan dans við undirleik sinfóníunnar frammi á svölum Hörpunnar.