Kennsla hefst eftir sumarfrí

Við vonum að allir séu búnir að hafa það gott í sumar. Búið er að vinna úr miklum fjölda umsókna fyrir skólaárið 2015-2016. Það er gríðarleg aðsókn í skólahljómsveitina í vetur og þess vegna sitja margir á biðlista og bíða eftir því að pláss losni. Kennsla hefst samkvæmt stundaská mánudaginn 24. ágúst en æfingar hjá skólahljómsveitinni byrja í fyrstu vikunni í september.