Nótan 2016

notan3  
Skólahljómsveitin hlaut viðurkenningu fyrir framúrskarandi atriði á undankeppni Nótunnar 2016 sem haldin var í Salnum í Kópavogi laugardaginn 12. mars. Þetta gefur okkur rétt til þess að flytja atriðið okkar í Hörpu sunnuaginn 10. apríl á lokahátíð Nótunnar. C-sveitin lék Arabian Dances eftir Roland Barret. Þau voru í tilheyrandi búningum og stigu nokkur létt spor við lagið sem þau léku utanbókar. Við óskum þeim til hamingju með frábæran árangur.   

notan

notan2