Eiríkur Rafn

Eiríkur Rafn Trompetkennari
netfang: This e-mail address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.
gsm: 6956777

 

Eiríkur Rafn Stefánsson hóf tónlistarnám ungur að árum í Tónlistarskóla Hafnarfjarðar þar sem hann lauk miðnámi í klassískum trompetleik undir handleiðslu Einars St. Jónssonar. Þaðan lá leiðin í Tónlistarskóla FÍH þar sem hann stundaði rytmískt tónlistarnám og lauk framhaldsprófi í djasstrompetleik jólin 2012. Samhliða náminu í FÍH lagði hann stund á kennaradeild skólans. Eiríkur lauk síðan burtfararprófi frá Tónlistarskóla FÍH vorið 2013 ásamt kennaraprófi. Kennarar hans í FÍH voru meðal annars Sigurður Flosason, Ólafur Jónsson, Snorri Sigurðarson og Eiríkur Örn Pálsson.

Eiríkur hefur spilað og komið reglulega fram meðal annars með Stórsveit Reykjavíkur, Stórsveit Samúels Jóns Samúelssonar, Valdimar, Seabear og Hymnalaya. Ásamt því hefur hann spilað inn á fjölmargar plötur og komið víðsvegar fram sem sessionspilari, innanlands sem utan.

Eiríkur er starfandi meðlimur í djasshljómsveitinni Stebba Ó. swingsextett og sálarhljómsveitinni Fox Train Safari.

 Eiríkur Rafn