Snorri Heimisson

Snorri Heimisson stjórnandi
netfang: This e-mail address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.
gsm: 6648156

Snorri Heimisson útskrifaðist frá blásarakennardeild Tónlistarskólans í Reykjavík vorið 1997 með þverflautukennarapróf. Hann lærði á klarinett og fagott sem aukahljóðfæri meðan á náminu stóð. Haustið 1998 lá leiðin í konunglega konservatoríið í Kaupmannahöfn en þaðan útskrifaðist Snorri með Diploma í fagottleik vorið 2003. Snorri hefur kennt á fagott og í Tónlistarskólanum í Reykjavík, Tónskóla Sigursveins og Skólahljómsveit Grafarvogs. Hann stjórnaði Lúðrasveit Verkalýðsins á árunum 2007-2011. Haustið 2013 tók Snorri við stöðu stjórnanda Skólahljómsveitar Árbæjar og Breiðholts. Hann hefur leikið með Sinfóníuhljómsveit Íslands, hljómsveit Íslensku óperunnar, sinfóníuhljómsveit norðurlands, nútímahópnum Aton, Kammersveitinni Ísafold auk margra annarra hópa.

IMG 7529 Medium