Ian Wilkinson

Ian Wilkinson málm-og tréblástur
netfang: This e-mail address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.
gsm: 6949652

Ian er fæddur í South Shields Englandi 15. feb. 1953 og hefur helgað líf sitt tónlist frá sjö ára aldri . Hann hlaut strangt, en mjög fjölbreytt  tónlistaruppeldi og hefur að baki 39 ára stranga þjálfun í söng, tónlistarstjórnun og námi á málmblásturshljóðfæri á Englandi.  Hans aðal hljóðfæri er bassabásúna, einnig leikur hann á túbu og baritónhorn.

Hann hefur leikið með fjölda blásarasveita og hljómsveita og sungið í fjölda kóra.
Byrjaði árið 1960 að læra á básunu hjá Salvation  Army Young Peoples Band and Childrens Choir, South Shields  á Englandi. Þar lærði hann einnig á önnur málmblásturshljóðfæri ásamt því að læra söng.  Varð um tvítugt  stjórnandi kórsins, og var það til ársins 1978.
Stundaði nám í píanóleik, tónfræði og  tónheyrn við Academy London College of Music 1962 -1969.
Lék m.a. með Northern Divisional Youth Band of Salvation Army í 14 ár, þar sem hann hlaut þjálfun í  tónlistarstjórnun og söng, ásamt því að læra á málmblásturshljóðfæri.
Lék með Monkwearmouth Salvation Army  Band and  Choir  um árabil,  einnig  South Shields Schools Brass Band um árabil og var m.a. sigurvegari í einleikarakeppni Compertz Cup í South Shields 1969. 
Ian hefur tekð nokkur námskeið í tónlistarstjórnun, m.a. við Manchester University 1973 og námskeið á vegum SÍSL í Hafnarfirði 2001.
Hefur farið í fjölda tónleikaferða innan Englands og utan, skipulagði þar af  ferðir með Lúðrasveit Snæ, aðra til Danmerkur 1996 og hina til Englands 1998. 
1992 fluttist Ian til Íslands, hóf þá kennslu við tónlistarskóla A-Húnavatnssýslu.
1994 fluttist Ian til Ólafsvíkur, hóf kennslu þar og stofnaði Lúðrasveitina Snæ, sem hann stjórnaði til 2001, er hann flutti frá Ólafsvík. 
2001, hóf kennslu við Tónlistaskóla Árnesinga og við Skólahljómsveit Árbæjar-og Breiðholts, þar sem hann starfar enn. 
2008 bættist við kennsla í Víðistaðaskóla í Hafnarfirði, þar sem hann stjórnaði skólahljómsveitinni þann vetur. Kennir hann á málmblásturshljóðfæri, saxafón og klarinett við þessa skóla og á þverflautu við Tónskóla Hörpunnar Rvk.
2010 – 2012 stjórnaði hann Sönghópnum Nörðurljós í Reykjavík.
Ian hefur leikið með Sínfóníuhljómsveit Norðurlands, Dixilandband Blönduóss, Lúðrasveit Verkalýðsins, leikur nú með Stórsveit Suðurlands og Lúðrasveit Þorlákshafnar. Auk þess syngur hann með  Söngsveit Hveragerðis og hefur verið þar einleikari og einsöngvari. Ian hefur einnig verið einleikari og einsöngvari með Karla- og Kvennakór Kópavogs, ásamt því að aðstoða stjórnanda þeirra Julian Hewlett við æfingar kóranna.
Ian er kvæntur Rannveigu Ingvadóttir og býr í Hveragerði. Samtals eiga þau 6 börn og 8 barnabörn.photo