Um SÁB
Skólahljómsveit Árbæjar og Breiðholts
Skólahljómsveit Árbæjar og Breiðholts var stofnuð veturinn 1968-1969. Í henni eru börn og unglingar úr öllum grunnskólum í Árbæjar- og Breiðholtshverfum. Aðsetur er í Breiðholtsskóla, en kennsla í einkatímum fer einnig fram í flest öllum grunnskólum í Árbæ og Breiðholti
Kennsla fer fram í einkatímum en aðaláhersla er lögð á að kenna börnunum að leika saman í hljómsveit. Nemendur eru í þremur deildum, sem skipt er niður eftir aldri og getu. Kennt er á málm- og tréblásturshljóðfæri sem notuð eru í hefðbundnum blásarasveitum, auk slagverks.
Sveitin heldur tvenna árvissa tónleika um jól og að vori. Allir nemendur gangast undir vorpróf, en áfangapróf eru tekin samkvæmt námskrá tónlistarkskóla.
Stjórnandi: Snorri Heimisson