Erró listaverk

Erró 2

Skólahljómsveitin hóf starfsárið á því að c-sveitin lék við vígslu gaflslistarverks eftir Erró sem málað er á gafl Álftahóla 4-6. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri hélt ræðu og Erró ávarpaði fjöldann. C-sveitin lék þrjú lög við góðar undirtektir viðstaddra.  

Erró 1

Skólasetning

Skólasetning hjá Skólahljómsveitinni verður föstudaginn 22. ágúst kl. 17.00 í hátíðarsal Breiðholtsskóla. Farið verður yfir skóladagatal vetrarins auk þess sem nýir kennarar verða kynntir til starfa. Gaman væri að sjá sem flesta. Kennsla hefst samkvæmt stundaskrá mánudaginn 25. ágúst og æfingar hefjast 1. september.  skolabill

Sinfónían og SÁB

      Þann 30. maí hélt Skólahljómsveit Árbæjar og Breiðholts sameiginlega tónleika með Sinfóníuhljómsveit Íslands. Sinfóníuhljómsveitin kom í Breiðholtsskóla kl. 9.00 og æfði með hljómsveitunum frá 9.30-10.10. Klukkan 10.30 voru haldnir tónleikar í íþróttasal Breiðholtsskóla fyrir alla nemendur skólans auk kennara og starfsfólks. Tónleikarnir hlutu mjög góðar viðtökur og þóttu takast mjög vel. Eftir tónleikana voru allir keyrðir með rútu upp í Fylkishöll þar sem blásið var til annarra tónleika fyrir 1.-4. bekk í Árbæjarskóla. Þetta er byrjun á samstarfi sem Sinfóníuhljómsveit Íslands mun eiga með Skólahljómsveitinni nú á árinu. Þann 19. september næstkomandi verður hljómsveitunum boðið í heimsókn í Eldborgarsal Hörpu þar sem þær meðal annars fá æfa með Sinfóníuhljómsveitinni. C-sveitin mun einnig taka þátt í jólatónleikum Sinfóníuhljómsveitarinnar í desember. 
SAB Sinfó

Skólaslit

Skólalit voru í haldin í hátíðarsal Breiðholtsskóla þann 27. maí. Á athöfninni fengu þeir nemendur sem höfðu tekið áfangapróf afhent blóm og prófskírteinið sitt. Nemendur sem þreyttu áfangapróf þetta skólaárið voru 8 talsins. Aðrir nemendur fengu afhent prófskírteinið sitt úr ársprófum. Kristján Karl opnaði athöfnina með baritonleik. Um miðbik athafnarinnar lék Sævar Breki á básúnu og Þórunn Eir útskriftarnemandi sá um lokaatriðið á horn.                       útskrift