Uppskeruhátíð Skólahljómsveita í Reykjavík

      Uppskeruhátíð skólahljómsveita var haldin þann 17. maí í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum. Allar sveitirnar tóku þátt. Hátíðin þótti takast nokkuð vel en verið var að halda hana í fyrsta skipti. Í lok dags marseruðu allar C-sveitir um garðinn við mikinn fögnuð gesta í garðinum.  
mynd 1

Landsmót A-sveita 2014

Landsmót A-sveita var haldið í Grindavík helgina 2.-5. maí. Farið var með rútu frá Breiðholtsskóla. Auk fjögurra fararstjóra og stjórnanda tók 21 barn þátt í landsmótinu. Landsmótið tókst vel og okkar fólk var til mikils sóma. Það rigndi all verulega á mannskapinn þar til á lokadegi en þá tók við brakandi blíða sem alli tóku fagnandi.  photo 34

Grease í Hólabrekkuskóla

Þann 9. og 10. apríl tók C-sveitin þátt í uppsetningu á Grease með leikfélagi Hólabrekkuskóla. Útsett voru tvö lög, titillag og lokalag sem leikin voru á sýningunum. Samvinnan gekk vel og þótti hljómsveitarmeðlimum gaman að fá að taka þátt í einhverju öðruvísi.  Grease-image-3

Landsmót b-sveita á Stykkishólmi

Landsmót B-sveita var haldið í Stykkishólmi dagana
4
.-6. apríl. Farið var með rútu sem Sr. Svavar prestur í Fella- og Hólakirkju leigði fyrir okkur og keyrði okkur fram og til baka. Við fórum með 16 börn, 2 fararstjóra og stjórnanda. Landsmótið lagðist vel í alla þátttakendur og okkar fólk var til fyrirmyndar. 
SAB