Kirkjuhátíð í Seljakirkju

    Þann 3. apríl tók B-sveitin þátt í kirkjulistahátíð Árbæjar og Breiðholts og lék þrjú lög í Seljakirkju. Fram komu kórar úr kirkjunum, nemendur úr Tónskóla Eddu Borg og nemendur frá Tónskóla Sigursveins. B-sveitin stóð sig með stakri prýði og hlaut mikið lof fyrir sinn þátt í hátíðinni. 

Vel heppnaðir vortónleikar

 

      Vortónleikar hljómsveitarinnar voru haldnir í Fella- og Hólakirkju þann 26. mars. Kynnir á tónleikunum var Dagur B. Eggertsson. Tónleikarnir hepnuðustmjög vel. C- sveitin setti svip sinn á tónleikana með flutning sínum á atriðinu úr Nótunni. 
 IMG 0658 Medium 

Vortónleikar 2014

Vortónleikar Skólahljómsveitar Árbæjar og Breiðholts verða haldnir miðvikudaginn 26. mars kl. 19.30 í Fella- og Hólakirkju. Þar koma fram A-, B-, C-sveitir hljómsveitarinnar. Leikin verða lög eftir Abba, Adel, Muse, Tchaikovsky og fleiri snillinga tónbókmenntanna. Kynnir og sérstakur gestur verður Dagur B. Eggertsson borgarfulltrúi. Aðgangur er ókeypis og allir velkomnir meðan húsrúm leyfir. Colorful spring garden  

Nótan 2014

photo 1 Medium

Þessi glæsilegi hópur tók þátt í svæðiskeppni Nótunnar 2014 í Reykjavík. Af 25 atriðum fengu 10 verðlaunagrip Nótunnar. Sjö atriði voru valin til að taka þátt í lokahátíð Nótunnar sem fer fram í Eldborgarsal Hörpu sunnudaginn 23. mars 2014 og þessi hópur var þar á meðal. Þau léku lagið "Get Lucky" eftir hljómsveitina Daft Punk í útsetningu stjórnandans. Við lagið stigu þau létt spor sem Gunnhildur Lovísa Snorradóttir samdi. Við óskum þeim innilega til hamingju!

IMG 0442 2