Æfingabúðir B-sveit

 IMG 0090

 

 

B-sveitin fór í æfingabúðir að Þykkvabæ í Rangárþingi ytra dagana 8.-9. febrúar. Hópurinn tók strætó úr Mjóddinni að laugardagsmorgni og kom að Hellu kl. 11.30. Þorkell fararstjóri og Lilja ráðskona á Þykkvabæ sáu um að selflytja börnin frá Hellu að Þykkvabæ. Við æfðum bæði í smáum hópum á raddæfingum og í samæfingum nokkrum sinnum um helgina. Á milli æfinga notuðu börnin tækifærið og léku sér í fótbolta, handbolta, körfubolta, þythokkí, borðtennis, billiard og fimleikum. Við fengum leiðsögn um kartöfluverksmiðjuna í Þykkvabæ og að heimsókn lokinni fengu allir gefins snakkpoka. Ferðin var virkilega vel heppnuð. Myndir úr ferðinni má sjá hér.

Æfingadagur a-sveit

A-sveitin hélt æfinga/skemmtidag í Gufunesbæ laugardaginn 18. janúar. Við æfðum ný lög, fórum í klifur og borðuðum pizzur. Myndir má sjá í myndasafni hér á síðunni.  janúar 2014 019

Jólahátíð fatlaðra

12. desember næstkomandi mun skólahljómsveitin koma fram á jólaballi fatlaðra á Hilton Reykjavík Nordica. Þar munu koma fram Sveppi og Villi, Ingó, Magni, Páll Óskar, Friðrik Dór og fleiri snillingar.

jolahatid

 

Hausttónleikar 2013

Hausttónleikar skólahljómsveitarinnar verða haldnir laugardaginn 23. nóvember kl.14.00 í Fella og Hólakirkju. Efnisskráin er ákaflega fjölbreytt þetta árið. Hún mun spanna allt frá Glaðasta hundi í heimi til Arabískra dansa. Fram koma A-, B-, og C-sveit hljómsveitarinnar sem hafa lagt þrotlausa vinnu í æfingar undanfarna mánuði. Aðgangur er ókeypis, en í lok tónleika mun foreldrafélagið sjá um kaffisölu til styrktar sveitunum.

Allir velkomnir.