Æfinga/skemmtidagur hjá B-og C-sveit

Nú er æfinga/skemmtidagurinn okkar á laugardaginn næskomandi þann 2. nóvember. B-sveitin mætir kl. 09.45 og byrjar daginn á æfingu. C-sveitin mætir kl. 11.30 og byrjar daginn á ratleik með B-sveitinni. Það verður boðið upp á æfingu, ratleik, pizzur og klifur. B-sveit ætti að vera búin kl. ca. 13.30-14.00 og C-sveit ætti að vera búin kl. 15.30. Ég hlakka mikið til. Mætum öll og skemmtum okkur saman. kv. Snorri climbing  

Nú er æfinga/skemmtidagurinn okkar á laugardaginn næskomandi þann 2. nóvember. B-sveitin mætir kl. 09.45 og byrjar daginn á æfingu. C-sveitin mætir kl. 11.30 og byrjar dagin á ratleik með B-sveitinni. Það verður boðið upp á æfingu, ratleik, pizzur og klifur. B-sveit ætti að vera búin kl. ca. 13.30-14.00 og C-sveit ætti að vera búin kl. 15.30. Ég hlakka mikið til. Mætum öll og skemmtum okkur saman. kv. Snorri

Afhjúpun listaverks

C-sveit spilar við Jórufell 2 á laugardaginn næstkomandi! Listasafn Reykjavíkur hefur beðið okkur um að spila við afhjúpun gaflslistaverks í Jórufelli 2 laugardaginn þann 26. október næstkomandi kl. 14.00-15.00. Jón Gnarr borgarstjóri mun halda ræðu og boðið verður upp á léttar veitingar. Við lofum auðvitað góðri stemningu og mætum öll.  art  
 

Hljóðfærakynning í Árbæjaraskóla

Þriðjudaginn 1. október næstkomandi stendur Skólahljómsveitin fyrir hljóðfærakynningu í Árbæjarskóla kl. 17.30. Kynningin er fyrir foreldra og nemendur í 3. og 4. bekk Árbæjarskóla, Selásskóla, Ártúnsskóla, Norðlingaskóla og Fellaskóla. Á kynningunni verða allir kennarar hljómsveitarinnar til staðar og stjórnandinn mun kynna starf sveitarinar. Kennararnir munu leika nokkur lög fyrir gestina á ýmis hljóðfæri. brass and winds

Árbæjarkirkja

C-sveitin mun spila í messu í Árbæjarkirkju á sunnudaginn 29. september kl. 11. Við leikum tvö-þrjú lög inni í kirkjunni og tökum þátt í messunni. Auk þess spilum við nokkur hress lög fyrir utan kirkjuna eftir messuna, en þar verður útimarkaður og uppskeruhátíð. Mæting í Árbæjarkirkju kl. 10.30.  arbaejarkirkja7