Nýr túbuleikari

Nýr túbuleikari hefur hafið nám hjá hljómsveitinni. Það hefur ekki verið túbunemandi hjá okkur í nokkur ár, svo því ber að fagna. Við bjóðum Steinunni velkomna til okkar og hlökkum til að heyra hennar fögru tóna í framtíðinni. agust-sept2013 026.jpg-email   

 

 

Kynningarfundur

Á fimmtudaginn næstkomandi þann 12. september kl. 17.30 stendur Skólahljómsveitin fyrir kynningu á hljómsveitinni í sal Breiðholtsskóla. Búið er að bjóða foreldrum og nemendum 3. og 4. bekkjar úr Breiðholtsskóla, Ölduselsskóla, Seljaskóla og Hólabrekkuskóla. Síðar í mánuðinum stendur hljómsveitin fyrir annari kynningu sem fyrirhuguð er í fari fram í Árbæjarskóla fyrir aðra skóla í hverfinu. Á kynningunni munu kennarar hljómsveitarinnar spila nokkur lög fyrir gestina og leyfa börnunum að prufa hljóðfærin í lok kynningar. Við vonum að við komum til með að sjá mörg ný andlit þar.

brass and winds

Facebook SÁB

facebookTakk fyrir góða mætingu á kynningarfundinn. Það er augsýnilega mikill áhugi fyrir okkar góða starfi. Nú er ég búinn að setja Facebook tengil neðst hér til vinstri. Nú þurfa bara allir að smella á tengilinn og skrá sig á síðuna.

Upplýsingafundur fyrir foreldra

informationFimmtudaginn 29. ágúst næstkomandi kl. 17.00 verður haldinn upplýsingafundur fyrir foreldra í hátíðarsal Breiðholtsskóla. Á fundinum verður hljómsveitastarfið í vetur kynnt ásamt námskerfi skólahljómsveitarinnar. Til þess að hljómsveitin geti dafnað sem best er nauðsynlegt að hafa öflugt foreldrafélag og farið verður yfir starfsemi félagsins á fundinum. Það er margt sem þarf að miðla og því er mikilvægt að þið sjáið ykkur fært að mæta á fundinn.
Ég hlakka til að sjá ykkur.

Með von um góðar undirtektir, stjórnandi.

Fleiri greinar...