Gleðilegt nýtt ár

Kennsla á nýju ári hefst mánudaginn 4. janúar 2016. Æfingar hefjast:

mánudaginn 4. janúar: B-sveit

miðvikudaginn 6. janúar: C-sveit

mánudaginn 11. janúar: A-sveit

Æfingar hjá sveitunum eru á eftirfarandi tímum:

A-sveit: mánudaga kl. 17.00-17.50 og 

fimmtudaga kl. 16.00-16.50

B-sveit: mánudaga og miðvikudaga kl. 16.00-16.50

C-sveit miðvikudaga kl. 17.00-18.30 og 

fimmtudaga kl. 17.00-18.00

fireworks 

 

Kennsla hefst eftir sumarfrí

Við vonum að allir séu búnir að hafa það gott í sumar. Búið er að vinna úr miklum fjölda umsókna fyrir skólaárið 2015-2016. Það er gríðarleg aðsókn í skólahljómsveitina í vetur og þess vegna sitja margir á biðlista og bíða eftir því að pláss losni. Kennsla hefst samkvæmt stundaská mánudaginn 24. ágúst en æfingar hjá skólahljómsveitinni byrja í fyrstu vikunni í september.

SÁB og Sinfó í Eldborg

C-sveit Sinfó

 

Það var líf og fjör í Eldborgarsal Hörpu þegar Skólahljómsveit Árbæjar og Breiðholts lék með Sinfóníuhljómsveit Íslands.

Eldborgarsalurinn var þétt setinn börnum úr 2. og 3. bekk Breiðholtsskóla, Árbæjarskóla, Ártúnsskóla, Hólabrekkuskóla og Fellaskóla. A-, B- og C- sveitir skólahljómsveitar Árbæjar og Breiðholts léku með sinfóníunni en þær hafa verið að æfa með henni í vetur. Þetta var því stór dagur fyrir skólahljómsveitina og lokahnykkur á samstarfi hennar við sinfóníuna í vetur. Skólahljómsveitin mun halda áfram samstarfi við Sinfóníuhljómsveitina næsta vetur.  Eftir tónleikana var börnunum boðið upp á ávexti og líflegan dans við undirleik sinfóníunnar frammi á svölum Hörpunnar.

 

Idunn sinfo A-sveit sinfo B-sveit sinfo

Landsmót

Skólahljómsveitin tók þátt í landsmóti Skólahljómsveita fyrir c-sveitir sem haldið var í Reykjanesbæ dagana 23.-25. janúar 2015. Landsmótið var með nýju sniði þetta árið. Nemendum var skipt niður í hópa eftir hljóðfærum. Flautur voru saman í einum hóp og klarinett í öðrum hóp o.s.frv. Á milli æfinga tóku nemendur þátt í "workshopum" og sóttu fyrirlestra um ýmis efni. Landsmótið þótti takast afar vel til og nemendur okkar voru afskaplega ánægð eins og meðfylgjandi mynd gefur til kynna. 

mynd landsmot 2015