Verkfall

verkfall

Verkfall hefur staðið yfir frá miðvikudeginum 23. október. Þetta hefur gríðarleg áhrfi á starf Skólahljómsveitar Árbæjar og Breiðholts. Kennarar í FT (félagi tónlistarkennara) fella allir niður kennslu meðan á verkfalli stendur. Allar hljómveitaæfingar falla einnig niður meðan á verkfalli stendur. 

 

Stuðningsyfirlýsingu foreldra má lesa hér:

Ágæti borgarstjóri,

Foreldrar nemenda í Skólahljómsveit Árbæjar og Breiðholts lýsa yfir stuðningi við baráttu tónlistarkennara og á sama tíma yfir áhyggjum af afleiðingum verkfallsins sem nú stendur yfir. Skólahljómsveitin okkar hefur á síðasta skólaári upplifað mikla uppreisn þar sem nemendum fjölgar, færnin eykst og gleðin margfaldast. Hver hefði trúað því á aðeins rúmu ári að hægt væri að komast í úrslit í Nótunni, vera boðið í Ísland got talent og fá að koma fram á jólatónleikum Sinfóníuhljómsveitar Íslands í Hörpu. Búið er að lyfta grettistaki á örfáum mánuðum með frábærum nýjum stjórnanda og tónlistarkennurum, bæði þeim sem fyrir voru og nýjum kennurum.

En við stöndum á viðkvæmum stað í uppbyggingunni, í hverri einustu viku sem líður án kennslu og hljómsveitaræfinga verður tjón – að sjálfsögðu á færni nemenda en ekki síður á áhuga þeirra. Því skorum við á borgarstjórn og alla kjörna fulltrúa í borgarstjórn Reykjavíkur að þrýsta á ykkar fólk í samninganefndinni og klára málið!

Foreldrar nemenda í Skólahljómsveit Árbæjar og Breiðholts

 

Messa í Árbæjarkirkju

Sunnudaginn 4. október lék B-sveitin í messu í Árbæjarkirkju.

Þau léku þrjú lög við góðar undirtektir messugesta. 

Fyrsti tónfundur vetrarins

tónfundur 1

Laugardaginn 11. október var haldinn tónfundur í hátíðarsal Breiðholsskóla. Rúmlega tuttugu nemendur komu fram á tónfundinum og margir voru að koma fram opinberlega í fyrsta sinn. Stefán Arnar nemandi á slagverk braut blað í sögu hljómsveitarinnar og lék á xylófón sem allir slagverksnemendur í B-, og C-sveit eru farnir að læra á. Tónfundurinn þótti takast vel og áheyrendur fóru með bros á vör út í helgina. 

tónfundur 2

Æfingadagur á Árbæjarsafni

árbæjarsafn 2

Laugardaginn 4. október hélt a-sveitin æfingadag. Dagurinn var tekinn snemma og mætt upp í Árbæjarsafn kl. 10.00. Við byrjuðum daginn á upphitun með söng og dansi. Eftir upphitun var æft og farið í leiki til hádegis. Í hádeginu var nýnemum sem væntanlegir eru inn í a-sveit boðið í mat. Boðið var upp á hakk og spaghettí með hvítlauksbrauði. Eftir hádegismat var farið í leiki með nýnemunum og í lok dags léku allir saman Blokklingana. Dagurinn var vel heppnaður og allir fóru heim með bros á vör. 

Árbæjarsafn 1